Image Alt

Reglugerð um skólahlaup

Þátttökuréttur
Allir nemendur í grunnskólum á sambandssvæðinu sem eru í 4., 5., 6., 7. bekk eiga keppnisrétt í Skólahlaupi UMSK.
Hver skóli má senda ótakmarkaðan fjölda keppenda í hverjum aldursflokki. Keppt skal í einstaklingskeppni. Hlaupið skal að jafnaði fara fram í september/október og haldið á viðurkenndum frjálsíþróttavelli.

Vegalengdir:
4. bekkur 400 metrar
5. bekkur 400 metrar
6. bekkur 800 metrar
7. bekkur 800 metrar

Verðlaun:
Veitt skulu einstaklingsverðlaun til þriggja fyrstu í 6. og 7. bekk, bæði pilta og stúlkna. Þá skulu veitt sérverðlaun þeim skóla sem er með bestu þátttökuna í skólahlaupinu í hlutfalli við nemendafjölda í þessum árgöngum. Allir hljóta viðurkenningu fyrir þátttökuna. 

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: