Image Alt

Hlutverk UMSK

Hlutverk Ungmennasambands Kjalarnesþings

  • Að vera leiðandi héraðssamband og öflugur bakhjarl aðildarfélaga sem eflir enn frekar innra starf félaganna með virkum samskiptum og fylgist með nýjungum, straumum og stefnum í samfélaginu hérlendis sem og erlendis
  • Að stuðla að auknu samstarfi íþróttafélaganna og veita þeim ráðgjöf, fræðslu ásamt því að miðla faglegri sérþekkingu. Vera ráðgefandi og stuðla að þverfaglegu samstarfi og samvinnu.
  • Að hafa frumkvæði um eflingu íþróttastarfs og vera málsvari íþróttahreyfingarinnar auk þess að annast samstarf um íþróttamál við sveitar- og bæjarstjórnir og aðra opinbera aðila innan héraðs. (félagssvæðis?)
  • Að varðveita og skipta milli félaganna arði frá Íslenskri Getspá.
  • Að vera reiðubúin að aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþróttamóta í héraði.
  • Að hafa umsjón með sameiginlegum íþróttamálum héraðsins samanber lögum ÍSÍ um hérðassambönd og íþróttabandalög og fylgjast með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram skv. gildandi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild, sbr. lög ÍSÍ.
  • Að tilkynna ÍSÍ og viðkomandi sérsambandi um stofnun nýrra félaga og deilda. Aðstoða aðildarfélög við Að staðfesta lög/lagabreytingar aðildarfélaga og halda utan um staðfest lög félaga.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: