Image Alt

Lottó – Reglugerð um Lottó

1.      14% renna til sambandsins
2.       7% renna til Afrekssjóðs UMSK
3.    79% renna til aðildarfélaga samkvæmt eftirfarandi skiptingu (skipt upp í 100%):
 
  • Þeim 79% sem koma í hlut félaganna verði fyrst skipt eftir íbúafjölda sveitarfélaganna á sambandssvæðinu m.v. íbúaskrá 1. desember ár hvert og síðan innbyrðis innan sveitarfélaganna eftir iðkendafjölda félaganna m.v. upplýsingar í FELIX.
  • Iðkendur hafi mismikið vægi eftir aldri þegar kemur að útreikningi hlutar hvers félags, þannig hafi iðkendur 5 ára og yngri stuðulinn (1), iðkendur 6-12 ára stuðulinn (3), iðkendur 13 – 18 ára stuðulinn (5), iðkendur 19 – 24 ára stuðulinn (3) og iðkendur 25 ára og eldri stuðulinn (1).

Ný aðildarfélög þurfa að hafa starfað í 2 ár áður en þau eiga rétt á Lottótekjum. Á þó ekki við
þegar um er að ræða sameiningu félaga innan sambandsins.

Breyting á Lottóreglugerð tekur gildi fyrsta dag næsta árs eftir að breytingin er samþykkt

Samþykkt á 90. ársþingi UMSK 27. febrúar 2014

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: