Image Alt

Fréttir

97. ársþing UMSK verður haldið fimmtudaginn 25. febrúar. Þingið verður haldið með rafrænum hætti með notkun á Microsoft Teams. Sambandsfélögin eiga rétt á einum fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn eða  færri og einn fyrir 50 umfram síðasta hundrað gjaldskyldra félagsmanna 16 ára og eldri. Tillögur að lagabreytingum og tilkynningar framboðs til formanns og stjórnar, sem og aðrar tillögur sem leggja skal fyrir þingið, skulu berast skrifstofu

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2021 hefst 3. febrúar. Skráning hefst þann 20. janúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa

Jóhann Steinar Ingimundarson tók við sæti varaformanns UMFÍ á dögunum. Hann tók við sæti Ragnheiðar Högnadóttur sem verið hefur varaformaður síðan 2019 „Við höfum frá upphafi skipt með okkur verkum í stjórninni og vinnum  afar vel saman. Þegar ný stjórn tók við haustið 2019 ákváðum við Jóhann að hafa sætaskipti um mitt tímabil. Nú erum við rétt rúmlega hálfnuð og kominn tími á þetta,“ segir

Nú er sá tími að bæjarfélögin veita íþróttafólki viðurkenningu fyrir góðan árangur á síðasta ári. Kópavogur, Garðabær og Mosfellsbær hafa öll verið með sínar viðurkenningahátíðir en Seltjarnanesi verður með sína í lok mánaðarins. Eftirtaldir aðilar voru valdir íþróttakarl og kona í sínu bæjarfélagi: Garðabær Íþróttamenn Garðabæjar árið 2020 eru þau Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður og Ágústa Edda Björnsdóttir, hjólreiðakona. Lið ársins 2020 er lið Stjörnunnar í meistaraflokki karla

„Það er svo mikilvægt að standa vörð um skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf með öllum ráðum, í því er fólginn lykillinn að lýðheilsu þjóðarinnar. Það hefur því verið aðdáunarvert að sjá breiðu samstöðuna fyrir aðgerðum stjórnvalda. Það sýnir að samstarf skilar mestum árangri, það er samfélaginu til góða,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Frumvarp um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónufaraldursins var samþykkt

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga er opið. Þar er hægt að sækja um styrk vegna keppnisferða á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2020. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis mánudaginn 11. janúar 2021. Umsóknarferlið í ár er með sama hætti og áður en þar sem mótahald á árinu 2020 var afar óhefðbundið vegna afleiðinga Covid-19 þá gæti komið til breytinga á úthlutunum þannig að heildarframlag sjóðsins

Nýtt þróunarverkefni á vegum Sýnum karakter hefur hlotið tæplega 30 milljón króna styrk úr Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið snýst um að þjálfa fimm þætti í sálrænni og félagslegri færni barna og unglinga í íþróttum eins og þá líkamlegu. Þessir þættir eru skuldbinding, samskipti, sjálfstraust, sjálfsagi og einbeiting, á ensku Commitment, Communication, Confidence, Self-Control og Concentration. Þetta eru hin svokölluð fimm C (The 5C´s), en það

Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Enn fremur hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna í aukaframlag til þeirra 60 félaga sem hafa selt mest og fengið flest áheit vegna sölu á getraunaseðlum. Áætlað heildarframlag Íslenskra getrauna til íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2020 er

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: