Image Alt

Uncategorized

Nýir tímar í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram laugardaginn 13. júní, í 31. sinn. Í upphafi, árið 1990 var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi og óhætt er að segja að það hafi tekist. Í dag á Ísland afrekskonur á öllum sviðum íþrótta og almenn hreyfing með besta móti. Árið 2020 er markmið hlaupsins að hvetja konur

Á aðalfundi Stjörnunnar sem haldinn var miðvikudaginn 13. mai var Sigurgeir Guðlaugsson kosinn formaður félagsins. Hann tekur við formennsku að Sigurði Bjarnasyni sem hefur verið formaður síðustu fimm árin. Stjórn Stjörnunnar er skipuð eftirfarandi: Sigurgeir Guðlaugsson, formaðurHeiðrún Jónsdóttir, varaformaður Brynja Baldursdóttir, meðstjórnandiIngvar Ragnarsson, meðstjórnandiÞórdís B. Sigurbjörnsdóttir, meðstjórnandiErling Ásgeirsson, varamaðurGunnar B. Viktorsson, varamaður  Valdimar Leo Friðriksson form. UMSK, Sigurgeir Guðlaugsson og Sigurður Bjarnason

Sameiginleg yfirlýsing frá UMFí og ÍSÍ: Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Hvað varðar íþróttastarf barna og ungmenna er eftirfarandi beint til íþróttahreyfingarinnar: „

Stjórnvöld virkjuðu í dag heimildir sóttvarnarlaga til að takmarka samkomur á Íslandi. Í þeim felst sú fordæmalausa aðgerð að takmarkanir eru settar á allar skipulagðar samkomur vegna farsóttar, þ.e. samkomubann sem tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöld til næstu fjögurra vikna.Um tvenns konar bann er að ræða. Annars vegar samkomubann sem gildir frá 16. mars til 13. apríl. Þetta bann hefur víðtæk áhrif á íþróttahreyfinguna

UMFI bikarinn fær það lið sem að mati stjórnarinnar hefur skarað framúr á einhvern hátt á árinu. Að þessu sinn var það m.fl. Gróttu í knattspyrnu sem fékk afhentan bikarinn góða. Það var birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu sem tók á móti bikarnum. Karlalið Gróttu í fótbolta náði þeim einstaka árangri að sigra Inkasso deildina sumarið 2019, sem nýliðar sem spáð var 9. sæti fyrir tímabilið. Grótta

Ungmennafélag Íslands veitti viðurkenningar á þinginu. Það var Jóhann Steinar Ingimundarson stjórnarmaður í UMFÍ sem afhenti viðurkenningarnar. Algirdas Slapikas Stál-úlfi Algirdas hefur verið formaður Stál-úlfs undanfarin 10 ár  en tilgangur félagsins er að búa til vettvang fyrir íþróttaáhugamenn af erlendum uppruna; hvetja til heilbrigðra lífshátta, efla sjálfsmynd og aðstoða innflytjendur að aðlagast íslensku samfélagi í gegnum íþróttir. Algirdas hefur verið ódrepandi í vinnu sinni við að byggja þetta starf upp sem er

ÍSÍ veitt þremur einstaklingum viðurkenningu fyrir ósérhlífið starf á vegum íþróttahreyfingarinnar um árabil. Magnús Gíslasons HK fékk gullmerki ÍSÍ Magnús stofnaði Handknattleiksfélag Kópavogs ásamt sjö öðrum 12 ára strákum í Kársnesskóla haustið 1969 og var kjörinn formaður drengjafélagsins. HK var síðan formlega stofnað 26.janúar 1970 og fyrsti formaður Þorvarður Áki Eiríksson. Sat sitt fyrsta UMSK þing 1970 (á Kjalarnesi) þegar HK sótti um aðild að UMSK. Leikmaður

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: