Image Alt

UMSK

100. héraðsþing UMSK haldið hjá GKG

100. héraðsþing UMSK verður haldið fimmtudaginn 21. mars næstkomandi í veislusal Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og mun það hefjast kl. 18:00. 

Sambandsfélög eiga rétt á að senda einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn eða færri og einn fyrir 50 umfram hundrað gjaldskyldra félagsmanna 16 ára og eldri. Þó skulu félagar aldrei vera fleiri en 9 frá sama félagi.

Vakin er athygli á að einungis fulltrúar þeirra félaga sem skilað hafa inn ársskýrslum hafa atkvæðarétt á þinginu.

Tillögur að lagabreytingum og tilkynningar um framboð til stjórnar, sem og aðrar tillögur sem leggja skal fyrir þingið, skulu berast skrifstofu UMSK eigi síðar en 20 dögum fyrir þing.

Eins og undanfarin ár þá óskar stjórn UMSK eftir því að aðildarfélög sendi okkur, eigi síðar en 8. mars, stutta samantekt um starfsemi félagsins síðastliðið ár ásamt mynd sem birta má í ársskýrslunni okkar (sjá síðustu ársskýrslu).

Stjórn UMSK óskar jafnframt eftir tilnefningum frá aðildarfélögum til Hvatningarverðlauna UMSK og að þær verði sendar á skrifstofu sambandsins á netfangið umsk@umsk.is 
Í reglugerð um heiðursviðurkenningar UMSK segir meðal annars: „Hvatningarverðlaun UMSK getur hlotið aðildarfélag, deild innan aðildarfélags eða einstaklingur innan aðildarfélags UMSK fyrir eftirtektarverð og framsækin verkefni sem skara fram úr eða fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins“.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: