Jólakveðja frá UMSK
Ungmennasamband Kjalarnesþings óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Stuðningur við íþróttafélög
„Það er svo mikilvægt að standa vörð um skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf með öllum ráðum, í því er fólginn lykillinn að lýðheilsu þjóðarinnar. Það hefur því verið aðdáunarvert að sjá breiðu samstöðuna fyrir aðgerðum stjórnvalda. Það sýnir að samstarf skilar mestum árangri, það er samfélaginu til góða,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Frumvarp um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónufaraldursins var samþykkt
Ferðasjóður íþróttafélaga
Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga er opið. Þar er hægt að sækja um styrk vegna keppnisferða á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2020. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis mánudaginn 11. janúar 2021. Umsóknarferlið í ár er með sama hætti og áður en þar sem mótahald á árinu 2020 var afar óhefðbundið vegna afleiðinga Covid-19 þá gæti komið til breytinga á úthlutunum þannig að heildarframlag sjóðsins
Sýnum karakter fær styrk
Nýtt þróunarverkefni á vegum Sýnum karakter hefur hlotið tæplega 30 milljón króna styrk úr Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið snýst um að þjálfa fimm þætti í sálrænni og félagslegri færni barna og unglinga í íþróttum eins og þá líkamlegu. Þessir þættir eru skuldbinding, samskipti, sjálfstraust, sjálfsagi og einbeiting, á ensku Commitment, Communication, Confidence, Self-Control og Concentration. Þetta eru hin svokölluð fimm C (The 5C´s), en það
60 milljónir frá Íslenskum getraunum til íþróttafélaga
Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Enn fremur hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna í aukaframlag til þeirra 60 félaga sem hafa selt mest og fengið flest áheit vegna sölu á getraunaseðlum. Áætlað heildarframlag Íslenskra getrauna til íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2020 er
Íþróttahreyfingin skorar á yfirvöld
Áskorun íþróttahéraða! Íþróttahreyfingin fagnar þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýsir þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri. Þessi hópur virðist hafa gleymst þegar kemur að útfærslu á takmörkunum hverju sinni. Raddir unga fólksins okkar eru því miður of fáar og þegar við getum ekki hvatt þau til íþróttaiðkunar í jafn langan tíma og raun ber vitni þá höfum við miklar áhyggjur af
Afreksstarf leyft á höfuðborgarsvæðinu
Fulltrúar almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins funduðu nú síðdegis með ÍSÍ, sérsamböndum þess, ÍBR, ÍBH, UMSK og fulltrúum fyrir hönd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum var kynnt ákvörðun sviðsstjóra íþrótta og tómstundasviða sveitarfélaganna og almannavarna á höfuðborgarsvæðinu að meistaraflokkar og afrekshópar/fólk geti hafið æfingar í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna. Hvert sveitarfélag ákveður hvenær starf getur hafist þar sem undirbúa þarf opnun í samstarfi við starfsfólk mannvirkjanna og í samræmi
UMSK opið dansmót
Dansmót UMSK verður haldið í 6. árið í röð sunnudaginn 4.október 2020 í íþróttahúsinu Fagralundi. Húsið opnar kl. 8:30 en keppnin byrjar 9:30. Það eru dansfélögin DÍK og Dansdeild HK sem eru framkvæmdaraðilar keppninnar. Þar sem mótið er haldið á þessum sérkennilegum tímum þá hafa aðstandendur keppninnar fylgt ströngustu sóttvarnarreglum. Engum áhorfendum er heimill aðgangur en streymt er frá keppninni á slóðinni https://beint.is/streymi/umsk2020
Virkni og Vellíðan í Kópavogi (kynningarmyndband)
Virkni og Vellíðan er nýtt heilsueflandi verkefni fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja stóru íþróttafélaganna í bænum, UMSK og Kópavogsbæjar. Komið er kynningarmyndband fyrir verkefnið sem sjá má hér Facebooksíða verkefnisins
Kynning á heilsueflingu 60+ í Kópavogi
1. október verða haldnir tveir kynningafundir á heilsueflingu fyrir 60+ í Kópavogi. Fundirnir verða tveir annar verður í Kórnum kl. 17:00 og hinn í Smáranum kl. 20:00. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum kl. 17:00 á Facebooksíðu verkefnisins Virkni og vellíðan Hægt er að skrá sig í verkefnið hér