Image Alt

UMSK

Sýnum karakter fær styrk

Nýtt þróunarverkefni á vegum Sýnum karakter hefur hlotið tæplega 30 milljón króna styrk úr Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið snýst um að þjálfa fimm þætti í sálrænni og félagslegri færni barna og unglinga í íþróttum eins og þá líkamlegu. Þessir þættir eru skuldbinding, samskipti, sjálfstraust, sjálfsagi og einbeiting, á ensku Commitment, Communication, Confidence, Self-Control og Concentration. Þetta eru hin svokölluð fimm C (The 5C´s), en það kerfi var upphaflega þróað af íþróttasálfræðingnum Dr. Chris Harwood við Loughborough háskólann í Bretlandi og eru mikil líkindi með því og íslenska verkefninu Sýnum karakter.

Samstarfsaðilar að verkefninu eru ÍSÍ og UMFÍ, ásamt Loughborough háskóla í Bretlandi, Háskólanum í Reykjavík, Knattspyrnusambandi Íslands og Fimleikasambandi Íslands. Aðferðafræðin verður prófuð meðal 11 til 17 ára iðkenda í tveimur íþróttafélögum, einni deild í knattspyrnu og annarri í fimleikum. Vísindamenn við Háskólann í Reykjavík og Loughborough háskóla munu leiða rannsóknarvinnu í tengslum við verkefnið, og rannsaka áhrif innleiðingarinnar á iðkendur, foreldra og þjálfara.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: