Image Alt

December 2020

„Það er svo mikilvægt að standa vörð um skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf með öllum ráðum, í því er fólginn lykillinn að lýðheilsu þjóðarinnar. Það hefur því verið aðdáunarvert að sjá breiðu samstöðuna fyrir aðgerðum stjórnvalda. Það sýnir að samstarf skilar mestum árangri, það er samfélaginu til góða,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Frumvarp um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónufaraldursins var samþykkt

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga er opið. Þar er hægt að sækja um styrk vegna keppnisferða á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2020. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis mánudaginn 11. janúar 2021. Umsóknarferlið í ár er með sama hætti og áður en þar sem mótahald á árinu 2020 var afar óhefðbundið vegna afleiðinga Covid-19 þá gæti komið til breytinga á úthlutunum þannig að heildarframlag sjóðsins

Nýtt þróunarverkefni á vegum Sýnum karakter hefur hlotið tæplega 30 milljón króna styrk úr Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið snýst um að þjálfa fimm þætti í sálrænni og félagslegri færni barna og unglinga í íþróttum eins og þá líkamlegu. Þessir þættir eru skuldbinding, samskipti, sjálfstraust, sjálfsagi og einbeiting, á ensku Commitment, Communication, Confidence, Self-Control og Concentration. Þetta eru hin svokölluð fimm C (The 5C´s), en það

Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Enn fremur hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna í aukaframlag til þeirra 60 félaga sem hafa selt mest og fengið flest áheit vegna sölu á getraunaseðlum. Áætlað heildarframlag Íslenskra getrauna til íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2020 er

Áskorun íþróttahéraða! Íþróttahreyfingin fagnar þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýsir þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri.  Þessi hópur virðist hafa gleymst þegar kemur að útfærslu á takmörkunum hverju sinni. Raddir unga fólksins okkar eru því miður of fáar og þegar við getum ekki hvatt þau til íþróttaiðkunar í jafn langan tíma og raun ber vitni þá höfum við miklar áhyggjur af

Búið er að birta reglugerðir um þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að taki gildi 10. desember nk. og gilda til 12. janúar 2021. Breytingarnar eru að mestu í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem fram koma í minnisblöðum hans sem fylgja hér neðar í póstinum. Reglur varðandi íþróttastarfið verða eftirfarandi: Öll keppni í íþróttum, bæði barna og fullorðinna, eru óheimil.Íþróttaæfingar einstaklinga fæddra 2004 og fyrr, með

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: