UMSK mótið í handbolt 2015

0
1937

UMSK mótið í handbolt lauk í Digranesi í gær en þá léku HK og Stjarnan og Afturelding og Grótta.
Í fyrri leiknum vann HK Stjörnuna með 28 mörkum gegn 26. Markahæstir í liði HK voru Svavar Kári Grétarsson, Eyþór Vestmann og Andri Þór Helgason með 5 mörk hver. Sigurjón Guðmundsson var með 18 varin skot í leiknum og 15 af þeim í seinni hálfleik. Hjá Stjörnunni var Andri Hjartar Grétarsson markahæstur með 7 mörk.

Seinni leikurinn fór svo 25 – 23 fyrir Aftureldingu gegn Gróttu. Þar voru markahæstir Börðvar Ásgeirsson og Gestur Ingvarsson með 8 mörk hjá Aftureldingu og Aron Valur Jóhannesson hjá Gróttu með 6 mörk.

Mótið endaði því með sigri Stjörnunnar sem var með 4 stig eins og Afturelding, en Stjarnan vann á innbyrðis viðureign.

Markahæsti leikmaður mótsins var Starri Friðriksson, Stjörnunni með 22 mörk og var hann jafnframt valinn leikmaður mótsins.

 

UMSK-Markahæstur-20151 (2)

Mynd: Magnús Gíslason varaform. UMSK og Starri Friðriksson

Senda skilaboð

Please enter your comment!
Please enter your name here

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.