Image Alt

UMSK

UMSK mótið í handbolt 2015

UMSK mótið í handbolt lauk í Digranesi í gær en þá léku HK og Stjarnan og Afturelding og Grótta.
Í fyrri leiknum vann HK Stjörnuna með 28 mörkum gegn 26. Markahæstir í liði HK voru Svavar Kári Grétarsson, Eyþór Vestmann og Andri Þór Helgason með 5 mörk hver. Sigurjón Guðmundsson var með 18 varin skot í leiknum og 15 af þeim í seinni hálfleik. Hjá Stjörnunni var Andri Hjartar Grétarsson markahæstur með 7 mörk.

Seinni leikurinn fór svo 25 – 23 fyrir Aftureldingu gegn Gróttu. Þar voru markahæstir Börðvar Ásgeirsson og Gestur Ingvarsson með 8 mörk hjá Aftureldingu og Aron Valur Jóhannesson hjá Gróttu með 6 mörk.

Mótið endaði því með sigri Stjörnunnar sem var með 4 stig eins og Afturelding, en Stjarnan vann á innbyrðis viðureign.

Markahæsti leikmaður mótsins var Starri Friðriksson, Stjörnunni með 22 mörk og var hann jafnframt valinn leikmaður mótsins.

 

UMSK-Markahæstur-20151 (2)

Mynd: Magnús Gíslason varaform. UMSK og Starri Friðriksson

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: