Image Alt

UMSK

Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi

Langar þig á Unglingalandsmót?

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um Verslunarmannahelgin í Borgarnesi. Unglingalandsmótin hafa undanfarin ár verið stærstu mót sem haldin eru þessa helgi en milli tíu og tólfþúsund manns hafa verið gestir mótanna og almenn ánægja ríkjandi meðal foreldra og keppenda.

Auðvelt er að skrá sig á mótið í gegnum heimasíðu UMFÍ www.umfi.is en einnig er hægt að nota QR- kóða sem er á öllum auglýsingaplakötum mótsins. Aðeins þarf að ná í QR-forrit í smáforritaverslun í farsímanum og skanna síðan kóðann. Kóðin opnar skráningarsíðuna og þar geturðu skráð þig í allar þær greinar sem þú vilt keppa í á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi.

 Mótið er opið öllum keppendum á aldrinum 11-18 ára. Aðeins þarf að greiða eitt þátttökugjald, 7.000 krónur. Fyrir það er hægt að skrá sig í fleiri en eina grein.

UMSK niðurgreiðir keppnisgjald keppenda af UMSK svæðinu um 50%.

 Skráning er til 23. júlí.

 Þetta verður magnað Unglingalandsmót!

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: