Gunnar Snorrason sæmdur gullmerki UMSK
Á gamlársdag sæmdi formaður UMSK, Valdimar Leo Friðriksson, Gunnar Snorrason gullmerki sambanssins.
Gunnar Snorrason fékk ungur mikinn áhuga á íþróttum og ýmiss konar líkamsrækt til dæmis stundaði hann Atlas-æfingakerfið af miklum móð um fermingaraldurinn, eftir kennslubók. Gunnar var efnilegur Skautahlaupari og æfði og keppti með Skautafélagi Reykjavíkur. Hann gekk til liðs við frjálsíþróttadeild Breiðabliks 1957 og upp frá því æfði hann og keppti fyrir félagið í í áratugi. Til dæmis keppti hann á öllum Landsmótum U.M.F.Í frá 1965 til 1990 ávalt undir merkjum UMSK nema 1990 en þá keppti hann fyrir Ungmennasamband norðurþingeyinga. Gunni var öflugur hlaupari sem var oftast í frmstu röð og hann vann til fjölmargra verðlauna á ferlinum.
Gunni var ekki einungis öflugur íþróttamaður heldur var hann mjög mikilvægur starfsmaður á mótum alla sína tíð. Ekki má gleyma starfi hans hér í Smáranum og í Fífunni en það starf rækti hann af einstakri lipurð.