Image Alt

January 2019

Kynning á kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram í 27. skipti í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 17. janúar sl. að viðstöddum tæplega 400 gestum. Níu konur og þrettán karlar voru tilnefnd til titilsins. Íþróttakona Mosfellsbæjar var kjörin María Guðrún Sveinbjörnsdóttir íþróttakona tækwondodeildar Aftureldingar og íþróttakarl Mosfellsbæjar var kjörinn Andri Freyr Jónasson knattspyrnumaður úr Aftureldingu. Auk þess var fjölda íþróttamanna bæjarins veittar viðurkenningar fyrir árangur á árinu 201

Agla María Albertsdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður úr Gerplu og voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2018. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Golfskála GKG 10. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 200 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ. Valgarð og Agla María voru valin

  Íþróttamenn Garðabæjar árið 2018 eru Baldur Sigurðsson knattspyrnumaður í Stjörnunni og Freydís Halla Einarsdóttir skíðakona í Ármanni. Tilkynnt var um kjör þeirra sunnudaginn 6. janúar sl. við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Lið ársins 2018 er meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Stjörnunni. Einnig voru afhentar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins sem að þessu sinni voru þau Herdís Sigurbergsdóttir, handboltaþjálfari í Stjörnunni og Kjartan Atli Kjartansson, körfuboltaþjálfari í Stjörnunni. Viðurkenningar fyrir

Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á

Á  gamlársdag sæmdi formaður UMSK, Valdimar Leo Friðriksson, Gunnar Snorrason gullmerki sambanssins. Gunnar Snorrason fékk ungur mikinn áhuga á íþróttum og  ýmiss konar líkamsrækt til dæmis stundaði hann Atlas-æfingakerfið af miklum móð um fermingaraldurinn, eftir kennslubók. Gunnar var efnilegur Skautahlaupari og æfði og keppti með Skautafélagi Reykjavíkur. Hann gekk til liðs við frjálsíþróttadeild Breiðabliks 1957 og upp frá því æfði hann og keppti fyrir félagið í

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: