Image Alt

UMSK

Íþróttamaður og íþróttakona Garðabæjar valin

 

Íþróttamenn Garðabæjar árið 2018 eru Baldur Sigurðsson knattspyrnumaður í Stjörnunni og Freydís Halla Einarsdóttir skíðakona í Ármanni.

Tilkynnt var um kjör þeirra sunnudaginn 6. janúar sl. við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.

Lið ársins 2018 er meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Stjörnunni.

Einnig voru afhentar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins sem að þessu sinni voru þau Herdís Sigurbergsdóttir, handboltaþjálfari í Stjörnunni og Kjartan Atli Kjartansson, körfuboltaþjálfari í Stjörnunni.

Viðurkenningar fyrir frábæran árangur innanlands sem utanlands

Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, þ.e. til einstaklinga sem hlutu Íslands-, bikar- eða deildarmeistaratitla eða settu Íslandsmet. Í þetta sinn voru það alls 319 einstaklingar sem hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur innanlands.
Alls hlutu 14 einstaklingar viðurkenningar fyrir A-landsliðsþátttöku og 48 einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir þátttöku með yngra landsliði. Einnig hlutu 38 einstaklingar viðurkenningu fyrir árangur á erlendum vettvangi, EM, NM eða sambærilegt.

Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs og í ár voru það eftirtaldir einstaklingar sem fengu þær viðurkenningar: Hilmar Júlíusson í Stjörnunni, Þorgerður Jóhannsdóttir í GKG og Stefán Arinbjarnarson í UMFÁ.

Um íþróttamenn Garðabæjar 2018

Íþróttakarl Garðabæjar er Baldur Sigurðsson knattspyrnumaður úr Stjörnunni. Baldur Sigurðsson þarf varla að kynna fyrir Garðbæingum enda hefur hann verið fyrirliði meistaraflokks karla í knattspyrnu undanfarin ár. Baldur stýrði liði Stjörnunnar alla leið í bikarúrslit síðastliðið sumar þar sem virkilega reyndi á leiðtogahæfni hans og reynslu sem lauk með glæsilegum sigri Stjörnunnar og fyrsta bikarmeistaratitli meistaraflokks karla í knattspyrnu. Baldur var einnig valinn besti leikmaður meistaraflokks karla af þjálfurum liðsins og var í liði ársins sem valið var af fjölmiðlum sem sérhæfa sig í umfjöllum um knattspyrnu.

Íþróttakona Garðabæjar er Freydís Halla Einarsóttir skíðakona í Ármanni. Freydís Halla hefur undanfarin ár verið með fremstu skíðakonum Íslands. Hún hefur smám saman verið að bæta sig og klífa ofar á heimslista Alþjóða skíðasambandsins. Freydís Halla stundar nám í háskóla í Bandaríkjunum og keppir þar bæði í háskólamótaröðinni ásamt því að keppa í Norður-Ameríkubikarnum, sem er hluti af næst sterkustu mótaröðinni á eftir heimsbikarkeppninni. Hún var meðal stigahæstu keppenda háskólamótaraðarinnar á austurströnd Bandaríkjanna. Hún var ein 34 kvenna sem fengu keppnisrétt á lokamóti allra háskóla í Bandaríkjunum þriðja árið í röð. Hápunktur vetrarins var þó þátttaka á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu, en þar var Freydís eina íslenska konan sem vann sér inn þátttökurétt. Í stórsvigi náði hún ekki að ljúka keppni, en endaði í 41. sæti í svigi. Hún náði tveimur Íslandsmeistaratitlum í svigi og samhliðasvigi á skíðamóti Íslands.

Þjálfarar ársins

Íþróttalið ársinsFramlög til íþrótta- og æskulýðsmála

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: