Image Alt

UMSK

Félagsmálaskjöldur UMSK 2017

Félagsmálaskjöldur UMSK er afhentu árlega á ársþingi UMSK þeim einstaklingi sem hefur skarað framúr í félagsstörfum á liðnum árum.

Í ár fékk Algirdas Slapikas Stál-úlfi skjöldinn.

Í umsögn um Algirdas segir:

„Stál-úlfur var stofnað í byrjun ársins 2010 af þekktum Litháískum íþróttamönnum, búsettum hér á landi. Hugmyndin og tilgangur félagsins er meðal annars að búa til vettvang fyrir íþróttaáhugamenn af erlendum uppruna; hvetja til heilbrigðra lífshátta, efla sjálfsmynd og aðstoða innflytjendur að aðlagast íslensku samfélagi. Þetta er gert með því að stuðla að virkum og skemmtilegum samskiptum milli Íslendinga og innflytjenda í gegnum íþróttir. Þátttaka í íþróttastarfi rýfur bæði einangrun fólks af erlendum uppruna, eflir samkennd og vináttu. Algirdas hefur verið potturinn og pannan í uppbyggingu félagsins og hefur dregið vagninn frá upphafi og er enn að. Félagsmálaskjöld UMSK hlýtur Algirdas fyrir mikið og óeigigjarnt starf við uppbyggingu Stál-úlfs.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: