Image Alt

UMSK

Afturelding 110 ára í dag

Ungmennafélagið Afturelding er 110 ára í dag. Félagið var stofnað að Lágafelli 11. april 1909 eftir páskamessu í Lágafellskirkju. Blómlegt íþróttastarf hefur verið stundað innan félagsins allar götur síðan. Í dag á 110 ára afmælisdegi sínum eru iðkendur um 1600 í 11 deildum.

Marg var gert í dag í tilefni dagsins og í kvöld var haldinn hátíðaraðalfundur félagsins þar sem veittar voru viðurkenningar til sjálfboðaliði sem lagt hafa starfinu lið í gegnum tíðina. Allar ellefu deildir félagsins fengu afhenta viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndafélag.

Á fundinum í kvöld veitti UMSK eftirtöldum félögum í Aftureldingu viðurkenningu fyrir vel unnin störf:

Gullmerki UMSK – Bjarki Már Sverrisson

Silfurmerki UMSK – Hanna Símonardóttir, Kristín Reynisdóttir, Svava Ýr Baldvinsdóttir, Geirarður Þórir Long, Sigrún Másdóttir, Áseir Sveinsson, Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, Sigurður Rúnar Magnússon, Anna Olsen, Haukur Skúlason, Gunnar Skúli Guðjónsson.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: