Afturelding 110 ára í dag
Ungmennafélagið Afturelding er 110 ára í dag. Félagið var stofnað að Lágafelli 11. april 1909 eftir páskamessu í Lágafellskirkju. Blómlegt íþróttastarf hefur verið stundað innan félagsins allar götur síðan. Í dag á 110 ára afmælisdegi sínum eru iðkendur um 1600 í 11 deildum.
Marg var gert í dag í tilefni dagsins og í kvöld var haldinn hátíðaraðalfundur félagsins þar sem veittar voru viðurkenningar til sjálfboðaliði sem lagt hafa starfinu lið í gegnum tíðina. Allar ellefu deildir félagsins fengu afhenta viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndafélag.
Á fundinum í kvöld veitti UMSK eftirtöldum félögum í Aftureldingu viðurkenningu fyrir vel unnin störf:
Gullmerki UMSK – Bjarki Már Sverrisson
Silfurmerki UMSK – Hanna Símonardóttir, Kristín Reynisdóttir, Svava Ýr Baldvinsdóttir, Geirarður Þórir Long, Sigrún Másdóttir, Áseir Sveinsson, Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, Sigurður Rúnar Magnússon, Anna Olsen, Haukur Skúlason, Gunnar Skúli Guðjónsson.