50. Sambandsþing UMFÍ um helgina
50. Sambandsþing UMFÍ var haldið á Hallormsstað um helgina. Um 150 þingfulltrúar sátu þingið. Fyrir þinginu lá m.a. tillaga um inngöngu íþróttabandalaga í UMFÍ. Þingið ákvað að boða til aukaþings til þess að ræða þetta mál og verður það haldið við fyrsta tækifæri. Kosið var til stjórnar til næstu tveggja ára. Haukur Valtýsson UFA var endurkosinn formaður. Aðrir í stjórn voru kosin Örn Guðnason HSK, Gunnar Gunnarsson UIA, Hrönn Jónsdottir UMSB, Ragnheiður Högnadóttir USVS, Guðmundur Sigurbergsson UMSK og Jóhann Steinar Ingimundarson UMSK. Í varastjórn voru kosin Helga Jóhannesdóttir UMSK, Lárus B. Lárusson UMSK, Gunnar Þór Gestsson UMSS og Sigurður Óskar Jónsson USÚ.