94. ársþing UMSK
94. ársþing UMSK verður haldið í golfskála GKG í Garðabæ þriðjudaginn 13. febrúar og hefst kl. 18:00
Elín Jóna og Aron Dagur íþróttakona og maður á Seltjarnarnesi 2017
Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 25. janúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Voru það þau Elín Jóna Þorsteinsdóttir handboltakona og Aron Dagur Pálsson handboltamaður sem voru útnefnd og verðlaunuð fyrir árangur sinn í íþróttum. Kjörið fór nú fram í 25. skiptið en það var fyrst haldið 1993. Kjörið er í umsjón íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu vekja athygli á gildi
Íþróttamaður og kona valin á Seltjarnarnesi á morgun fimmtudag
Á morgun mun Seltjarnarnes útnefna íþróttamann og íþróttakonu 2017. Þetta er síðasta sveitarfélagið á UMSK svæðinu sem veitir sínu besta íþróttafólki viðurkenningu fyrir góðan árangur. Fyrir stuttu veitti Grótta sínu íþróttafólki viðurkenningu en þar var Lovísa Thompson valinn íþróttamaður Gróttu 2017 og Sóley Guðmundsdóttir íþróttamaður æskunnar.
Íþróttafólk sveitarfélaga
Nú er sá tími að valin eru íþróttakarl og íþróttakona hvers sveitarfélags. Þrjú sveitarfélög á UMSK svæðinu hafa nú þegar heiðrað þá sem skarað hafa framúr árið 2017. Eftirtaldir íþróttamenn hafa verið heiðraðir: Í Garðabæ voru þau Pétur Fannar Gunnarsson, dansari í Dansfélagi Reykjavíkur og Andrea Sif Pétursdóttir, fimleikakona í Stjörnunni valin. Í Kópavogi voru þau Birgir Leifur Hafþórsson golfari úr GKG og Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki valin. Í Mosfellsbæ voru
Ráðstefna – Snemmbær afreksþjálfun barna
þróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vefsíðu ÍSÍ og er aðgangur ókeypis. Dagskrá: Ráðstefnan verður tekin upp og sýnt verður beint frá henni. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Reykjavíkurleikana (WOW Reykjavik
Yfirlýsing frá ISÍ
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi. Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart konum um allan heim og þá oft í krafti valds eða
Hvað get ég gert
Í tilefni umræðunnar undanfarið bendum við á eftirfarandi grein á heimasíðu UMFÍ Ofbeldi, áreitni og önnur ósæmileg hegðun á ekki að lýðast innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Margar leiðir eru til fyrir þá sem vilja leita sér hjálpar ef þeir hafa orðið fyrir ofbeldi eða vita um ofbeldisverk. Undir það sem telst til áæskilegrar og ámælisverðrar háttsemi er athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja,
Yfirlýsing frá Ungmennafélagi Íslands
Meðfylgjandi er yfirlýsing frá UMFÍ í framhaldi af því að margar íþróttakonur hafa stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér. Yfirlýsing frá UMFÍ: Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri