Image Alt

UMSK

Elín Jóna og Aron Dagur íþróttakona og maður á Seltjarnarnesi 2017

Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 25. janúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Voru það þau Elín Jóna Þorsteinsdóttir handboltakona og Aron Dagur Pálsson handboltamaður sem voru útnefnd og verðlaunuð fyrir árangur sinn í íþróttum. Kjörið fór nú fram í 25. skiptið en það var fyrst haldið 1993.

Magnús Örn Guðmundsson, Aron Dagur Pálsson, Elín JónaÞorsteinsdóttir og Sigríður Sigmarsdóttir

Kjörið er í umsjón íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu vekja athygli á gildi íþrótta, öflugu íþróttastarfi á Seltjarnarnesi og verðlauna sérstaklega afreksíþróttamenn úr hópi bæjarbúa.

Tilnefndir til íþróttakonu og íþróttamanns 2017

Arndís Ásbjörnsdóttir, Arnhildur Anna Árnadóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Júlíus Þórir Stefánsson, Lovísa Thompson og Aron Dagur Pálsson voru öll tilnefnd til íþróttamanns og konu ársins 2017

Aron Dagur Pálsson og Elín Jóna ÞorsteinsdóttirElín Jóna Þorsteinsdóttir – Íþróttakona Seltjarnarness

Elín Jóna Þorsteinsdóttir er fædd 1996 og hefur verið aðalmarkvörður Hauka í hanbolta undanfarin ár og á stóran þátt í þeim góða árangri sem liðið hefur náð. Elín Jóna var valin Handboltakona ársins í Hafnarfirði 2017 og einnig Íþróttakona Hauka 2017. Elín Jóna hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og verið valin í A landslið Íslands síðastliðin 2 ár. Elín Jóna var einn albesti markvörður Olísdeildarinnar á síðustu og yfirstandandi leiktíð. Frammistaða Elínar Jónu hefur vakið mikla athygli út fyrir landssteinana og hafa lið í Þýskalandi og Danmörku verið að bera víurnar í hana. Elín Jóna er mikil og góð fyrirmynd innan sem utan vallar.

Aron Dagur Pálsson – Íþróttamaður Seltjarnarness

Aron Dagur Pálsson er fæddur 1996. Hann hefur æft með Gróttu alla tíð þar til síðasta haust þegar hann færði sig yfir í Stjörnuna í Garðbæ. Aron Dagur er að leika sitt 4 tímabil sem lykilmaður í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og hefur leikið samtals 63 leiki fyrir yngri landslið Íslands og einn A landsleik. Hann var valinn í afrekshóp HSÍ á síðasta ári. Á afrekaskrá Arons eru m.a. bronsverðlaun á HM U19 ára og 7. sæti á EM í Danmörku U20 ára sem er besti árangur Íslands á EM í yngri landsliðum. Aron er sonur hins kunna handboltakappa Páls Þórólfssonar, en hann var valinn Íþróttamaður Seltjarnarness árið 2004

 

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: