Image Alt

September 2015

Í morgun tóku rúmlega eittþúsund nemendur í 4. -7. bekk í grunnskólum á sambandssvæði UMSK þátt í Skólahlaupi UMSK. Hlaupið fór fram á Kópavogsvelli í frábæru veðri. Aldrei áður hafa jafnmargir tekið þátt í hlaupinu og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt síðustu ár. Þrír fyrstu í hverjum árgangi fá verðlaunapening bæði í stráka- og stelpnaflokki. Skólarnir keppa um bikar (Bræðrabikarinn) en bikarinn hlítur sá

UMSK býður aðildarfélögum sínum uppá tvö námskeið nú í haust þ.e. námskeið með Fríðu Rún um næringu íþróttafólks og svo námskeið með Vöndu Sigurgeirsdóttur  um forvarnir og félagsleg uppbygging - hagnýtar leiðir fyrir íþróttaþjálfara. Félögin geta óskað eftir að fá þessi námskeið til sín. Í gærkvöldi var Fríða Rún með námskeið hjá Stjörnunni í Garðabæ þar sem yfir eitthundrað þátttakendur mættu. Auglýsing

Breiðablik tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu kvenna með góðum útisigri fyrir norðan á móti Þór/KA. Blikakonur hafa verið með langbesta liðið í Pepsi-deild kvenna í sumar og eru verðskuldaðir meistarar. Liðið hefur skorað flest mörk allra liða eða 48 og aðeins fengið á sig fjögur mörk í 17 leikjum. Þetta var 16. Íslandsmeistaratitill Breiðabliks í kvennaflokki en ekkert lið hefur unnið titilinn jafn oft. Til hamingju.    

Miðvikudaginn 9. september munu ÍSÍ, KSÍ og HR standa fyrir málstofu um andlega líðan íþróttamanna. Málstofan verður í stofu M208 í Háskólanum í Reykjavík og stendur frá kl.16:00-17:30. Hafrún Kristjánsdóttir mun fjalla um geðrænan vanda og algengi hans hjá íþróttamönnum og Sævar Ólafsson um íþróttaiðkun í mótvindi og svartnætti. Að lokum mun Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður segja frá glímu sinni við geðræna erfiðleika. Aðgangur er ókeypis og öllum

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: