Image Alt

March 2015

UMSK býður aðildarfélögum sínum uppá  fyrirlestra varðandi næringu íþróttafólks og ráð fyrir þjálfara til forvarna og félagslegrar uppbyggingar. Það eru þær Fríða Rún Þórðardóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir sem verða með fyrirlestrana. Fyrirlestrarnir eru aðildarfélögunum að kostnaðarlausu og eru áhugasöm félög hvött til að hafa samband við skrifstofu UMSK varðandi pöntun á fyrirlestri: Auglýsing

Bocciamót UMSK fyrir 50+ var haldið í Íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ á laugardaginn. Um þrjátíu lið voru skráð til keppni sem er fækkun frá síðustu mótum sem hugsanlega má rekja til þess að mikið er um veikindi og erfiða færð á vegum landsins. Sigurvegarar í mótinu voru eftirfarandi: Páll  Jónsson -  Þórunn Guðnadóttir - Árborg Anna Albertsdóttir – Ragna Guðvarðardóttir – Gjábakka Ágúst Þorsteinsson – Hilmar Bjartmarz –

Veittar voru viðurkenningar á ársþinginu fyrir góðan árangur í ákveðnum íþróttagreinumr á árinu 2014 .   Eftirtaldir aðilar fengu  viðurkenningar: Sundbikar UMSK Aníta Ósk Hrafnsdóttir Breiðablik Skíðabikar UMSK  Erla Ásgeirsdóttir Breiðablik Frjálsíþróttabikar UMSK  Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðablik   Fimleikabikar UMSK    Norma Dögg Róbertsdóttir Gerplu   UMFI bikarinn fyrir lið ársins  M.fl Stjörnunnar í knattspyrnu karla   Danspar UMSK  Elvar Kristnn Gapunay og Sara Lind Guðnadóttir  DÍK  

Kvennalið Gróttu í handbolta varð bikarmeistari um helgina eftir frækilegan sigur á Val 29:15 í Laugardalshöllinni. Það var aldrei spurning um hvort liðið færi með sigur af hólmi því Gróttuliðið geislaði af leikgleði frá fyrstu mínútu dyggilega stutt af frábærum áhorfendum. Til hamingju Gróttustúlkur.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: