Gunna Stína fékk félagsmálaskjöldinn
Guðrún Kristín Einarsdóttir Aftureldingu fékk Félagsmálaskjöldin á ársþingi UMSK fyrir mikið og óeigingjarnt starf við uppbyggingu blakíþróttarinnar í Mosfellsbæ. Í reglugerð um heiðursviðurkenningar segir um Félagsmálaskjöldin "Félagsmálaskjöldur UMSK, gefinn af Axeli Jónssyni og konu hans Guðrúnu Gísladóttur, skal veittur árlega á ársþingi UMSK til einstaklings sem skarað hefur fram úr í félagsstörfum á liðnum árum".
Valdimar Leo endurkjörinn formaður UMSK
Valdimar Leo var endurkjörinn formaður á þingi UMSK í gærkvöldi. Vel var mætt á þingið en sjötíu fulltrúar mættu frá sautján félögum. Tvö ný félög voru tekinn inn í sambandið en það eru Lyftingafélag Kópavogs og Lyftingafélag Garðabæjar.
Norma Dögg og Daniel Laxdal íþróttakona og íþróttakarl UMSK
Á ársþingi UMSK sem haldið var í Mosfellsbæ í gærkvöldi voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu 2014. Í fyrst skipti voru valin íþróttakona og íþróttakarl UMSK. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu var valin íþróttakona og Daníel Laxdal Stjörnunni var valinn íþróttakarl UMSK.
Ársþing UMSK í dag
91. ársþing UMSK verður haldið í Fjölbrautarskólanum Mosfellsbæ í dag og hefst kl. 18:00. Rétt til setu hafa fulltrúar aðildarfélaganna á sambandssvæði UMSK sem nær yfir Kópavog, Garðabæ, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjós.
Mannauðsstjórnun í félagasamtökum
Málþing Almannaheilla
Dagsetning: 25. Febrúar Tími: 11.30 – 13.45 Staður: Háskólinn í Reykjavik Fyrir hverja: Stjórnendur og starfsmenn félagasamtaka Dagskrá:Lífshlaupið
Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ er hafið. Verkefnið hófst þann 4. febrúar og er skráning enn í fullum gangi og ekkert of seint að skrá sig til leiks þó að verkefnið sé byrjað. Lífshlaupið skiptist í þrjár keppnir:
- Vinnustaðakeppni frá 4. – 24. febrúar
- Grunnskóla-, og framhaldsskólakeppni 4. -17. febrúar
- Einstaklingskeppni sem er í gangi allt árið
91 ársþing UMSK í sal Fjölbrautaskóla Mosfellsbæjar
91. ársþing UMSK verður haldið fimmtudaginn 26. februar í sal Fjölbrautaskóla Mosfellsbæjar (breyttur þingstaður). Þingið hefst kl. 18:00. Sambandsfélögin eiga rétt á að senda einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn eða færri og einn fyrir 50 umfram síðasta hundrað gjaldskyldra félagsmanna 16 ára og eldri. Tillögur og mál sem leggja skal fyrir þingið þurfa að berast til skrifstofu UMSK í síðasta lagi tveimur vikum fyrir þing. Aðildarfélögin eru