Lífshlaupið
Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ er hafið. Verkefnið hófst þann 4. febrúar og er skráning enn í fullum gangi og ekkert of seint að skrá sig til leiks þó að verkefnið sé byrjað.
Lífshlaupið skiptist í þrjár keppnir:
- Vinnustaðakeppni frá 4. – 24. febrúar
- Grunnskóla-, og framhaldsskólakeppni 4. -17. febrúar
- Einstaklingskeppni sem er í gangi allt árið
Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstöfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu. Börn og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag.
Við viljum benda á skemmtilega leiki sem eru í gangi:
Myndaleikur er í gangi á Instagram og á Facebook þar sem að þú merkir myndirnar með #lifshlaupid. Dregið verður úr innsendum myndum eða myndböndum 10., 13.,17., 20., og 24., febrúar.
Einn einstaklingur er dreginn út, í Hvatningarleik Rásar 2 og ÍSÍ, á hverjum virkum degi í þættinum Virkir morgnar á Rás 2 næstu þrjár vikurnar. Glæsilegir vinningar frá Ávaxtabílnum, Happ, Penninn/Eymundsson, Klifursetrinu, Bláa Lóninu, Kringlunni, Reebok, Skautahöllinni og Bogfimisetrinu.
Findu okkur á samfélagsmiðlunum
twitter.com/lifshlaupid
Smelltu hér og kynntu þér málið betur.