Metþátttaka á Unglingalandsmóti UMFÍ Á Akureyri

0
1865

Skráningar á 18. Unglingalandsmót UMFÍ, sem verður haldið á Akureyri um verslunarmannahelgina, hafa gengið mjög vel og stefnir í metþátttöku. Að sögn Ómars Braga Stefánssonar framkvæmdastjóra mótsins, eru mótshaldarar í skýjunum með þátttökuna.

,,Það er tilhlökkun í okkar röðum og gaman að sjá hvað margir ætla að taka þátt. Stærsta mótið til þessa var á Selfossi 2012 og þá voru keppendur um 2000. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að það met verður slegið en skráningar eru nú þegar orðnar á þriðja þúsund. Lokasprettur í undirbúningi stendur nú sem hæst og gengur allt samkvæmt áætlun,“ sagði Ómar Bragi Stefánsson.

Mótið hefst á fimmtudag með keppni í golfi og síðan rekur hver keppnisgreinin aðra yfir helgina. Keppt verður í 29 greinum á mótinu og hafa þær aldrei verið fleiri. Afþreyingardagskrá mótsins er glæsileg og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Senda skilaboð

Please enter your comment!
Please enter your name here

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.