Image Alt

UMSK

Kópavogsþríþrautin 2015

Kópavogsþríþrautin 2015

Sunnudaginn 10. maí fer fram í Kópavogi fyrsta þríþrautarmót ársins.

Kópavogsþríþrautin er sú þríþrautarkeppni sem á sér lengsta sögu á Íslandi. Hún var fyrst haldin

1996 og síðan óslitið frá 2006. Mótið telur til stiga í stigakeppni Íslands í þríþraut. Keppnin samanstendur af 400 m sundi, 10,4 km hjólreiðum og 3,6 km hlaupi.

Flest af besta þríþrautarfólki landsins er skráð til leiks og verður mikið fjör á skiptisvæðinu því að þrautin er stutt og fljótustu menn eru um 36 mínútur að klára keppnina

Á eftir aðalþrautinni, eða kl. 11:00 verður haldin fjölskyldu- og ungmennaþríþraut.  Þá er keppt í  helmingi styttri vegalengdum; sund 200 metrar, hjól 5,2 km og hlaup 1,4 km. Þar geta fjölskyldur tekið sig saman og klárað þrautina í sameiningu þar sem hver fjölskyldumeðlimur tekur sinn hluta. Það eru engin aldurstakmörk í þessari keppni og geta liðin t.d. verið afi, mamma og barn eða á þann hátt sem hentar best. Þá geta ungmenni 12-16 ára klárað alla þrautina sjálf. Ekkert þátttökugjald er í fjölskylduþrautina

Á meðan á þrautunum stendur verður krökkum á aldrinum 6-12 ára boðið upp á barnaþraut s.k. tvíþraut.

Þrautin samanstendur af stuttri hjólaleið og hlaupi. Bæði er hægt að vera á sparkhjólum og reiðhjólum.

Lögreglan mætir á svæðið og skoðar reiðhjólin hjá krökkunum.

Í fyrra tóku 37 fjölskyldulið þátt og er gert ráð fyrir enn fleiri fjölskylduliðum í ár. Við bætum nú við nýrri grein sem er tvíþraut fyrir krakka þar sem krakkar niður í 6 ára aldur fá að spreyta sig.

Við endum svo daginn á grillveislu og verðlaunaafhendingu.

Gert er ráð fyrir um 250 keppendum og að á svæðinu verði milli 400 og 700 manns.

Allt skipulag við þrautina í ár miðast við að við getum stækkað hana töluvert á næsta ári. Í fyrra var sérstakur byrjendariðill bættur inn tileiknað byrjendum, núna bætum við inn barnatvíþrautinni. Einnig hefur verið komið á formlegu samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra til að undirbúa sérstakan riðil fyrir þeirra iðkendahóp. Við bjóðum iðkendum innan sambandsins og fjölskyldum þeirra sérstaklega velkomin í að vera með og taka þátt í fjölskylduþríþrautinni og barnaþrautinni. Pálmi Gunnlaugsson mun skrá sig til leiks í byrjendariðlinum en hann er eini aðilinn innan Íþróttasambands fatlaðra hér á landi sem lagt hefur stund á þríþraut. Hann mun leggja okkur í Þríkó lið með þátttöku sinni til að rjúfa múrinn og vera fyrirmynd anarra um að þetta sé HREYFING FYRIR ALLA – ALLIR GETA VERIÐ MEÐ. Ađ auki hefur veriđ komiđ á samstarfi viđ önnur íþróttafélög s.b. Íþróttafélag Glóđ (íþróttafélag aldraðra) í Kópavogi og hafa þau sýnt áhuga á ađ vera međ. Þess ber ađ geta ađ í fyrra voru 6 fjölskylduliđ sem samanstóđu af 3 ættliđum (eitt liđiđ samanstóđ af fjórum ættliđum þar sem mæđgur hlupu saman) sem tóku þátt. Nú þegar hafa 6 liđ frá Glóđ skráđ sig til leiks. Þeir sem treysta sér ekki í að vera með í keppninni sjálfri koma að sjálfsögðu og hvetja keppendur áfram meðfram hlaupabrautunum og hjólabrautunum. Einnig verður mikil gleði á Rútstúninu, hoppukastali, hjólaþrautasýning o.fl. Hægt er að skrá sig til leiks og fá nánari upplýsingar inn á facebook síðu Þríkó og á http://www.thriko.is/.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: