Image Alt

UMSK

Íþróttaveisla UMFÍ 2020 í Kópavogi

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli UMFÍ, Kópavogsbæjar og Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK) um Íþróttaveislu UMFÍ sem haldin verður í Kópavogi helgina 26.-28. júní 2020.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs skrifaði undir samninginn fyrir hönd bæjarins Haukur Valtýsson formaður fyrir hönd UMFÍ og Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK fyrir hönd sambandsins. Kópavogsfélögin Breiðablik, HK og Gerpla eru framkvæmdaraðilar íþróttaveislunnar.

Við undirskrift samningsins í Kópavogi í dag voru viðstaddir fulltrúar UMSK, HK, Breiðabliks, Gerplu, íþróttafulltrúar Kópavogsbæjar og fleiri málsvarar hreyfingarinnar.

Íþróttaveislan verður skemmtileg þriggja daga lýðheilsuhátíð þar sem áhersla verður á íþróttir, skemmtilega hreyfingu og frábæran félagsskap. Í Íþróttaveislunni verður boðið upp á tugi íþróttagreina og fjölda viðburða tengda hreyfingu og má búast við gríðarlegum fjölda fólks njóta þess að keppa sín á milli og á eigin forsendum, prófa allskonar skemmtilega hreyfingu – og uppgötva nýjar greinar.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: