Íþróttakarl og íþróttakona UMSK 2017

0
1307

UMSK útnefnir íþróttakarl og íþróttakonu UMSK á ársþingum sínum. Í ár voru þau Aron Dagur Pálsson, Stjörnunni og Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik útnefnd sem íþróttakarl og íþróttakona UMSK 2017.

Íþróttakarl: Aron Dagur Pálsson Stjörnunni

Aron Dagur Pálsson er fæddur 1996. Hann hefur æft með Gróttu alla tíð þar til síðasta haust þegar hann færði sig yfir í Stjörnuna í Garðbæ. Aron Dagur er að leika sitt 4 tímabil sem lykilmaður í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og hefur leikið samtals 63 leiki fyrir yngri landslið Íslands og einn A landsleik. Hann var valinn í afrekshóp HSÍ á síðasta ári. Á afrekaskrá Arons eru m.a. bronsverðlaun á HM U19 ára og 7. sæti á EM í Danmörku U20 ára sem er besti árangur Íslands á EM í yngri landsliðum.

Íþróttakona:  Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik

Fanndís var lykilleikmaður í meistaraflokksliði Breiðabliks sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í knattspyrnu á liðnu ári.  Hún var einn besti leikmaður Íslands á Evrópumeistaramótinu í Hollandi síðast liðið sumar.  Þar lék hún alla 3 leiki liðsins í byrjunarliði og skoraði eina mark Íslands á EM. Fanndís átti einnig framúrskarandi leik með landsliði Íslands sem vann Ólympíumeistara Þjóðverja í undankeppni HM í sumar, þetta var fyrsti ósigur Þjóðverja í undankeppni HM í 20 ár.  Í ágúst gekk Fanndís svo til liðs við Marseille, eitt af toppliðum frönsku úrvalsdeildarinnar.

Senda skilaboð

Please enter your comment!
Please enter your name here

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.