Breiðablik Íslandsmeistarar

0
1745

Breiðablik tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu kvenna með góðum útisigri fyrir norðan á móti Þór/KA. Blikakonur hafa verið með langbesta liðið í Pepsi-deild kvenna í sumar og eru verðskuldaðir meistarar. Liðið hefur skorað flest mörk allra liða eða 48 og aðeins fengið á sig fjögur mörk í 17 leikjum.
Þetta var 16. Íslandsmeistaratitill Breiðabliks í kvennaflokki en ekkert lið hefur unnið titilinn jafn oft. Til hamingju.

 

 

Senda skilaboð

Please enter your comment!
Please enter your name here

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.