Viðurkenningar jafnréttis- og mannréttindaráðs 2016 Kópavogs
Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs veitti Stál-úlfi viðurkenningu fyrir framlag sitt í þágu fjölmenningar og aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi.
Íþróttafélagið Stál-úlfur var stofnað í byrjun árs 2010 af litháískum íþróttamönnum búsettum hér á landi. Hugmyndin og tilgangur félagsins er meðal annars að búa til vettvang fyrir íþróttaáhugamenn af erlendum uppruna; hvetja til heilbrigðra lífshátta, efla sjálfsmynd og aðstoða innflytjendur að aðlagast íslensku samfélagi.
Félagið teflir fram bæði fótbolta- og körfuboltaliði og hefur náð góðum árangri í sínum deildum. Draumur félagsins er að taka upp barna- og unglingastarf og auðvitað að tefla fram liði í kvennadeild. Félagið er í samstarfi við Retor fræðslu sem býður félagsmönnum upp á ókeypis tungumálanámskeið.
Til hamingju Stál-úlfur.