Gleðileg jól
UMSK óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Viðurkenningar jafnréttis- og mannréttindaráðs 2016 Kópavogs
Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs veitti Stál-úlfi viðurkenningu fyrir framlag sitt í þágu fjölmenningar og aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. Íþróttafélagið Stál-úlfur var stofnað í byrjun árs 2010 af litháískum íþróttamönnum búsettum hér á landi. Hugmyndin og tilgangur félagsins er meðal annars að búa til vettvang fyrir íþróttaáhugamenn af erlendum uppruna; hvetja til heilbrigðra lífshátta, efla sjálfsmynd og aðstoða innflytjendur að aðlagast íslensku samfélagi. Félagið teflir fram bæði fótbolta-
Tímamótasamningur um rekstur á fimleikahúsi
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness skrifuðu í gær undir samning um sameiginlegan rekstur á nýju fimleikahúsi sem reist verður við hlið núverandi íþróttamannvirkja við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Gert er ráð fyrir að fimleikahúsið verði tekið í notkun á árinu 2018. Reykjavíkurborg mun greiða leigu á aðstöðu fyrir iðkendur sem búsettir eru í Reykjavík. Gildistími samningsins er 20 ár frá því að aðstaðan