Image Alt

UMSK

Unglingalandsmót UMFI 2018

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Skráningargjald er 7.000 kr. og var opnað fyrir skráningu 1. júlí sl. á slóðinni www.ulm.is.

Unglingalandsmót UMFÍ hafa farið fram reglulega frá árinu 1992 og árlega frá árinu 2002. Mótið hefur  ætíð farið fram um verslunarmannahelgina síðan 2000. Mótið hefur vaxið og sannað gildi sitt sem glæsileg fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem saman koma börn og ungmenni ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreytti og skemmtilegri dagskrá.

 

 

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: