Image Alt

UMSK

UMSK hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ 2018

Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK (Ungmennasamband Kjlarnesþings), tók við Hvatningarverðlaunum UMFÍ fyrir hönd sambandsins á sambandsráðsfundi UMFÍ sem fram fór á Ísafirði á laugardag. Hvatningarverðlaunin hlýtur UMSK fyrir nýsköpun og nýjungar í starfi á undanförnum árum. Þar á meðal er innleiðing og kynning á nýrri íþróttagrein á Íslandi; biathlon, útbreiðslu pannavalla á meðal sinna aðildarfélaga, skólamóti í blaki og samvinnuverkefni innan UMSK sem snúa að því að auka hreyfingu eldri borgara. Þá hefur UMSK stuðlað að auknu samstarfi með kynningar- og fræðsluferð til Bretlands.

Á myndinni hér að ofan er Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK.

Sambandsráðsfundur UMFÍ er æðsta vald UMFÍ á milli sambandsþinga, sem eru haldin á tveggja ára fresti. Einstaklega góð mæting var á fund UMFÍ á Ísafirði enda blíðskaparveður.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: