Image Alt

UMSK

Styrkir til náms í Lýðháskóla vorönn 2016

Ungmennafélag Íslands veitir ungu fólki sem hyggur á nám við Lýðháskóla í Danmörk styrk fyrir námsárið 2015-2016. UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn hafa gert með sér samstarfsamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna  við Lýðháskóla í Danmörku. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskólana og því er námsframboðið mjög fjölbreytt.

Markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Tækifæri til að  kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.

Umsóknarfrestur fyrir styrki á vorönn 2016 er til föstudagsins 20.nóvember. Eyðublað vegna styrksumsóknar má nálgast hér: http://umfi.is/umsokn-um-styrk-til-ithrottalydhaskoladvalar-form     Allar nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn Halldórsdóttir landsfulltrúi UMFÍ sabina@umfi.is   Sími: 568-2929

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: