Image Alt

UMSK

Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ á Ísafirði

Skráning er hafin á Landsmót UMFÍ 50+. Mótið verður haldið á Ísafirði dagana 10.-12. júní.

Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í þeim fjölmörgu hefðbundnu og óhefðbundu keppnisgreinum sem verða á mótinu, hvort sem þeir eru í Ungmennafélagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald sem er 4.500 krónur og öðlast þeir við það þátttökurétt í öllum keppnisgreinum mótsins.

Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar.

Á meðal hefðbundinna greina á landsmótinu á Ísafirði eru skák og sívinsælar greinar á borð við pútt, bridge og boccia. Þeir sem vilja reyna sig í óhefðbundnum greinum geta keppt í pönnukökubakstri, sem er orðinn fastur liður á landsmótunum. En nú bætist líka við æsispennandi og framandi greinar á borð við netabætingu og línubeitningu.

Á meðal annarra greina eru þríþraut, kajak, sund og strandblak, karfa, golf, frjálsar, bogfimi, skotfimi og badminton. Svo má auðvitað ekki gleyma stígvélakastinu!

Skoðaðu dagskránna hér. Þar finnur þú áreiðanlega þína uppáhaldsgrein.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: