Image Alt

UMSK

Opnað fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ um Verslunarmannahelgina

Nú styttist óðum í að 18.Unglingalandsmót UMFÍ hefjist á Akureyri en eins og alltaf þá er mótið um verslunarmannahelgina.

Unglingalandsmótið er öllum opið á aldrinum 11-18 ára.  Allir geta tekið þátt,  óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.

Uppistaða Unglingalandsmótsins er íþróttakeppnin en keppt er í fleiri greinum nú en áður. Keppnisgreinar okkar að þessu sinni eru:  BADMINTON, BOCCIA, BOGFIMI, BORÐTENNIS, DANS, FIMLEIKAR, FJALLAHJÓLREIÐAR, FRJÁLSÍÞRÓTTIR, GLÍMA, GOLF, GÖTUHJÓLREIÐAR, HANDBOLTI, HESTAÍÞRÓTTIR, JUDÓ, KNATTSPYRNA, KRAFTLYFTINGAR, KÖRFUBOLTI, LISTHLAUP Á SKAUTUM, MOTOCROSS, PARKOUR, PÍLUKAST, SIGLINGAR, SKÁK, STAFSETNING, STRANDBLAK, SUND, TAEKWONDO, TÖLVULEIKUR, UPPLESTUR.

Í nokkrar hópíþróttagreinar geta einstaklingar skráð sig til keppni þrátt fyrir að hafa ekkert sérstakt lið.  Við sjáum um að koma viðkomandi í lið eða búum til lið þannig að allir geti keppt á jafnréttisgrundvelli.

Einnig er mikið lagt upp úr alls konar afþreyingu frá morgni til kvölds fyrir alla aldurshópa og ekki síst fyrir krakka sem eru 10 ára og yngri og eiga ekki möguleika að taka þátt í íþróttakeppni mótsins.

Skráning á mótið fer fram á heimasíðu umfi.is og er hafin.  Þátttökugjald er kr.6.000.- og er best að greiða það við skráningu.  Allir sem hafa greitt keppnisgjaldið geta tekið þátt í öllum viðburðum án nokkurs annars kostnaðar.  Keppa má í eins mörgum keppnisgreinum og hver og einn vill og getur.

Ókeypis er fyrir þátttakendur og fjölskyldur á tjaldsvæði mótsins.  Sérstakar reglur gilda á tjaldsvæðinu sem öllum ber að fara eftir.  Aðgangur að rafmagni á tjaldsvæðinu en fyrir hendi en rukkað er lágmarksgjald kr.3.000.- fyrir alla helgina.

Samhliða Unglingalandsmótinu fer fram hátíðin „Ein með öllu“ á Akureyri.  Unglingalandsmótið verður með sín keppnissvæði, sitt tjaldsvæði og á því verður tjaldið okkar þar sem kvöldvökurnar verða.  Á sunnudagskvöldið munum við hinsvegar sameinast og halda lokakvöldið saman.

 

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: