Image Alt

UMSK

Kópavogsmaraþon haldið í fyrsta sinn

Kópavogsmaraþon 2016 fer fram laugardaginn 21. maí og verður þetta í fyrsta sinn sem hlaupið er haldið.
Meðfylgjandi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða gerðar þegar nær dregur hlaupi.

Dagskrá:
Tímasetning hlaups:
* Kópavogsmaraþon ………….. hefst og endar á Kópavogsvelli ,22. maí 2016
* Maraþon og hálfmaraþon hefst kl. 08:30 og endar á sama stað og það er ræst.
* Tímatöku lýkur kl. 15:30
* Tímamörk eru í maraþoni; 7 klukkustundir. Þeir sem koma í mark eftir 7 klst fá ekki skráðan tíma.
Skráning:
* Maraþon (42,2 km) – fyrir 18 ára og eldri
* Hálfmaraþon (21,1 km) – fyrir 14 ára og eldri
* Forskráningu á netinu lýkur fimmtudaginn 19. maí kl. 21:00. Hægt er að skrá sig í Afreksvörum Glæsibæ til kl. 18:00 föstudaginn 20. maí og á keppnisstað í Kópavogi á milli kl.7:00 og 8:00 laugardaginn 21. maí.
* Allir þátttakendur þurfa að samþykkja skilmála hlaupsins við skráningu.
* Skráning í Kópavogsmaraþon 2016 hefst 15. mars.
* Þátttökugjaldið í heila maraþonið er kr. 5,000- og hálfa maraþonið kr. 3,000-
* Greiða þarf þátttökugjald við skráningu og er skráning ekki gild nema gjaldið sé greitt.
* Innifalið í þátttökugjöldum Kópavogsmaraþons er rásnúmer, tímataka í keppnisvegalengd, þátttökuverðlaun, drykkir í marki og á drykkjarstöðvum.
* Þátttökugjöld fást ekki endurgreidd en hægt er að gera nafnabreytingu á skráningu til kl. 18:00 föstudaginn 20. maí í Afreksvörum Glæsibæ.
* Keppnisgögn verða afhent í Afreksvörum Glæsibæ föstudaginn 20. maí á milli kl.11:00 og 18:00.
Afreksvörum Glæsibæ.
Hlaupaleiðin:
* Hlaupaleiðin er vel merkt. Kílómetra merkingar eru á brautinni og við hálfmaraþon markið. Hugsanlegt er að leiðin verði ekki alveg lokuð akandi umferð og því eru hlauparar beðnir að fara varlega.
* Hægt verður að nálgast kort af hlaupaleiðunum þegar nær dregur hlaupadegi.
* Maraþon (42,2 km)
* Hálfmaraþon (21,1 km)
Í maraþoninu eru hlaupnir tveir mismunandi hringir – A og B og eru þeir svo til jafn langir. Þeir sem hlaupa hálft maraþon hlaupa aðeins hring A. Allir keppendur hlaupa þar af leiðandi sömu leið fyrri helming leiðarinnar.
Leiðarlýsing. Hlaupið hefst á Kópavogsvelli – Hlaupið undir Hafnarfjarðarveg – Yfir Arnaneshæð – Meðfram Arnarnesvogi – Álftanesvegur – Hringur Álftanes – Sömu leið til baka – Hálfmaraþon hlauparar enda á Kópavogsvelli
Maraþonhlauparar hlaupa hring um Kópavogsvöll – Fífuhvammsvegur – Dalvegur – Niður Kópavogsdal – Kársneshringur – Að göngubrú Kringlumýrabraut – Fossvogsdalur – Að Elliðaám – Yfir stiflu – Að Geirsnefi – Hringur um GeIrsnef – Sömu leið til baka að Víkinni – Að Smiðjuvegi – Að Dalvegi – Dalvegur – Fífuhvammsvegur – Endað á Kóapvogsvelli
Reglur:
Reglur hlaupsins eru settar fram sem rammi utan um framkvæmd þess með það að markmiði að hlaupið gangi sem best fyrir sig og að sem flestir njóti þess að taka þátt.
Í Kópavogsmaraþoni gilda reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF um götuhlaup sem sjá má á vef Frjálsíþróttasambands Íslands. Til viðbótar við þær reglur gilda einnig eftirfarandi reglur um Kópavogsmaraþon:
* Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér þær reglur sem gilda um þátttöku í hlaupinu og fylgja þeim eftir í einu og öllu.
* Brot á reglum geta ógilt þátttöku í hlaupinu.
* Allir þátttakendur sem skrá sig í Kópavogsmaraþon eru á eigin ábyrgð.
* Hlaupabrautin er ekki alveg lokuð umferð og því mikilvægt að sýna aðgát.
* Allir þátttakendur eru beðnir að kynna sér skipulag á marksvæði.
* Þátttakendur skulu hefja hlaupið á réttum auglýstum tíma.
* Tímatöku lýkur sjö klukkustundum eftir að hlaupin eru ræst. Þeir sem koma í mark eftir þann tíma fá ekki skráðan tíma.
* Þátttakendur skulu hafa hlaupnúmerið sýnilegt að framan, allan tímann á meðan á hlaupinu stendur.
* Hlaupnúmer er skráð á ákveðinn þátttakanda og gildir eingöngu fyrir þann einstakling.
* Frávik frá þessu ógildir tímatöku.
* Ekki er heimilt að skipta um vegalengd á hlaupdegi.
* Sá sem hleypur aðra vegalengd en skráning segir til um ógildir þátttöku sína og fær því ekki skráðan tíma.
* Aldurstakmörk í Kópavogsmaraþoni: Maraþon 42.2 km er fyrir 18 ára og eldri, hálfmaraþon 21,1 km er fyrir 14 ára og eldri.
* Þátttakendur skulu kynna sér hlaupaleiðir og eingöngu hlaupa eftir þeirri braut sem skilgreind hefur verið af hlaupahaldara.
* Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum.
* Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum.
* Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja.
* Kópavogsmaraþon áskilur sér rétt til að aðvara þá sem eru á hjóli eða öðrum farartækjum á hlaupabrautinni eða nálægt hlaupandi þátttakendum.
* Þátttakendum er óheimilt að þiggja þjónustu af öðrum en starfsmönnum hlaupsins í formi matar, drykkja eða líkamslegs stuðnings nema í neyð. Þá ber að tilkynna slíkt til hlaupstjóra.
* Þátttakendum er ekki heimilt að hafa meðferðis hunda eða önnur gæludýr í hlaupinu.
* Þátttakendur með stafgöngustafi skulu stilla sér upp aftast í upphafi hlaups.
* Þátttakendur í hjólastól skulu haka við það í skráningarferlinu að þeir taki þátt í hlaupinu í hjólastól .
* Þátttakendur skulu sýna öllum starfsmönnum hlaupsins kurteisi og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum þeirra.
* Þátttakendur skulu sýna öðrum hlaupurum tillitsemi og hafa í huga almennar umferðarreglur.
* Þegar þátttakendur hafa lokið hlaupi er þeim ekki leyfilegt að fara aftur út á braut til þess að hlaupa með öðrum þátttakendum.
Þáttökuverðlaun:
Allir þátttakendur í Kópavogsmaraþoni fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark.
Sérverðlaun:
Veitt eru sérverlaun til fyrstu þriggja hlauparanna í heilu og hálfu maraþoni karla og kvenna.
Verðlaunin eru veitt í á Kópavogsvelli kl. 13:00 á hlaupdegi.
Veitt eru aldursflokkaverðlaun fyrir fyrsta sæti í eftirfarandi flokkum karla og kvenna.
Aldursflokkar
* 14-19 ára
* 20-24 ára
* 25-29 ára
* 30-34 ára
* 35-39 ára
* 40-44 ára
* 45-49 ára
* 50-54 ára
* 55-59 ára
* 60-64 ára
* 65-69 ára
* 70 ára og eldri
* Fæðingaár segir til um aldurshóp sem keppendur tilheyra – ekki fæðingadagur.
Þjónusta:
* Búningsaðstaða er á Kópavogsvelli fyrir keppendur .
* Keppendur geta komið fatnaði og öðru dóti fyrir í geymslu.
* Ekki er tekin ábyrgð á fjármunum sem þar eru geymdir.
* Opnunartími fatageymslu er frá kl. 7:30-15:00.
Salerni:
Salernisaðstaða er á Kópavogsvelli og í Fífunni.
Óskilamunir:
Hægt er að vitja óskilamuna á Kópavogsvelli á hlaupdegi og í Afreksvörum Glæsibæ frá og með mánudeginum. 23. maí kl.11:00.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: