Hátíðarathöfn og opnun Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness
Hátíðarathöfn og opnun Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness eftir stækkun var haldin laugardaginn 14. september kl. 14.00. Boðið var uppá stutta hátíðardagskrá og fimleikasýningu. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Dagur B. Eggertson borgarstjóri og Guðjón Rúnarsson formaður fimleikadeildar Gróttu héldu ávörp í tilefni tímamótanna en um er að ræða samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar. Lárus B. Lárusson stjórnarmaður í UMSK færði Seltjarnarnesbæ blómvönd og hamingjuóskir Ungmennasambands Kjalarnesþings. Í framhaldi var svo öllum gestum boðið uppá veitingar og að skoða íþróttamannvirkin sem öll eru hin glæsilegustu.