Grunnskólamót í blaki
Miðvikudaginn 9. október verður haldið grunnskólamót í blaki fyrir skóla á UMSK svæðinu. Mótið er ætlað fyrir nemendur í 4. -6. bekk og verður í Kórnum Kópavogi. Mótið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og tókst einstaklega vel þar sem um 700 nemendur frá 13 skólum kepptu.
Sýnum karakter ráðstefna og vinnustofa
Dagana 3. og 4. október á 2. hæð í nýju Laugardalshöllinni fer fram vinnustofa ætluð þeim sem sjá um fræðslu-og/eða mótamál í íþróttahreyfingunni. Yfirskrift vinnustofunnar er Meaningful Competition sem í lauslegri þýðingu gæti verið „Keppni með tilgang“ og lítur að keppni hjá börnum og ungmennum. Kanadamaðurinn André Lachance frá Sport for Life hefur umsjón með stofunni. André hefur unnið með Hafnaboltasambandi Kanada síðan 2001 í þróunarmálum og þjálfaramenntun
Hátíðarathöfn og opnun Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness
Hátíðarathöfn og opnun Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness eftir stækkun var haldin laugardaginn 14. september kl. 14.00. Boðið var uppá stutta hátíðardagskrá og fimleikasýningu. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Dagur B. Eggertson borgarstjóri og Guðjón Rúnarsson formaður fimleikadeildar Gróttu héldu ávörp í tilefni tímamótanna en um er að ræða samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar. Lárus B. Lárusson stjórnarmaður í UMSK færði Seltjarnarnesbæ blómvönd og hamingjuóskir Ungmennasambands Kjalarnesþings.
Skólahlaup UMSK 2019
Skólahlaup UMSK 2019 verður haldið 2. og 3. október í Mosfellsbæ og Kópavogi. Í fyrra var ákveðið að tvískipta hlaupinu en það hefur verið haldið til skiptis á Kópavogs- og Varmárvelli. Ástæða fyrir skiptingunni var að fjölgað hafði svo þátttakendum að ekki var óhætt að ræsa svo marga í einu vegna slysahættu. Hlaupið fer fram á Varmárvelli kl. 10:00 þann 2. október og kl. 10:00 þann