Image Alt

UMSK

Fyrsta gjaldkerabók UMSK komin í leitirnar

Á dögunum kom gestur færandi hendi á skrifstofu UMSK með fyrstu gjaldkerabók sambandsins. Bókin hefur að geyma upplýsingar um bókhald sambandsins frá 1923 til 1957. Þá hefur hún verið fullskrifuð og ný bók tekin í notkun og gamlabókin mjög líklega orðið eftir hjá þáverandi gjaldkera og gleymst þar. Nú er bókin  komin í leitirnar og verður nú vandlega yfirfarin af söguritara sambandsins til að sjá hvort hún bæti einhverju við söguritun hans.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: