Er of mikið álag á börnin okkar – framhald
Íþróttabandalag Reykjavíkur stóð fyrir ráðstefnu síðastliðinn föstudag sem bar yfirskriftina: ” Er of mikið álag á börnunum okkar?”. Framhald verður á ráðstefnunni næstkomandi föstudag þann 19.desember kl.12-13.
Þá mun Rafn Líndal, yfirlæknir Norsk Idrettsmedisinsk Institutt, sem forfallaðist síðasta föstudag flytja erindi um einkenni algengustu álagsmeiðsli barna og unglinga og hvernig beri að varast þau. Erindið verður flutt í fundarsal E í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Ekki þarf að skrá sig og er fyrirlesturinn opinn öllum áhugasömum á meðan húsrúm leyfir.
0 Comments