Stjarnan Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu
Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í þriðja sinn í sögu félagsins, en jafnframt í þriðja sinn á fjórum árum. Fögnuður leikmanna liðsins var ósvikinn eftir að Stjarnan tryggði sér titilinn í ár með 3:0-sigri á Aftureldingu í næstsíðustu umferðinni á heimavelli sínum í Garðabæ.
0 Comments