Image Alt

UMSK

Ályktun frá 94. ársþingi UMSK

Allir þingfulltrúar á 94. ársþingi UMSK 2018 samþykktu og undirrituðu eftirfarandi ályktun á þinginu:

                      Ályktun frá ársþingi UMSK

                                           #METOO

Stór hópur íþróttakvenna hefur fellt tjaldið undir formerkjum #METOO og greint frá kynbundnu ofbeldi og áreitni gegn sér í heimi íþróttanna. Í yfirlýsingu sem með fylgdi kröfðust konurnar þess að stúlkur og konur fái að iðka íþrótt sína í öruggu umhverfi og vera lausar við kynbundið misrétti og kynferðislega áreitni af ö̈llum toga.

Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 konur nafn sitt ásamt því að þeim fylgdu 62 frásagnir.

Nú er komið að okkur í aðildarfélögum UMSK að sýna stuðning okkar í verki. Við ritum nafn okkar hér að neðan til að sýna að ofbeldi, áreitni og önnur ósæmileg hegðun á ekki að lýðast innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Við munum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að svo verði.

 

Ályktun aðildarfélaga:

Við ætlum að bregðast við og leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar. Við viljum fyrirbyggja ofbeldi og áreitni innan félaga okkar og munum bregðast við komi slík mál upp innan félagsins.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: