Íþróttafólk sveitarfélaga
Nú er sá tími að valin eru íþróttakarl og íþróttakona hvers sveitarfélags. Þrjú sveitarfélög á UMSK svæðinu hafa nú þegar heiðrað þá sem skarað hafa framúr árið 2017. Eftirtaldir íþróttamenn hafa verið heiðraðir:
Í Garðabæ voru þau Pétur Fannar Gunnarsson, dansari í Dansfélagi Reykjavíkur og Andrea Sif Pétursdóttir, fimleikakona í Stjörnunni valin.
Í Kópavogi voru þau Birgir Leifur Hafþórsson golfari úr GKG og Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki valin.
Í Mosfellsbæ voru þau Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona og Guðmundur Ágúst Thoroddsen frjálsíþróttamaður úr Aftureldingu valin.
UMSK óskar öllum þessum einstaklingum til hamingju.