Umsóknafrestur í Afreksmannasjóð UMSK
Umsóknafrestur í Afreksmannasjóð UMSK er til og með þriðjudagsins 5. september. Úthlutað er þrisvar á ári úr sjóðnum og er þetta önnur úthlutunin á árinu en þriðja úthlutun verður svo í desember.
Sjóðurinn styrkir þátttöku í eftirfarandi mótum: Þátttaka í landsliðsferðum, Norðurlandamótum, Evrópumótum ,heimsmeistaramótum innanlands og utan og Olympíuleikum (sjá úthlutunarreglur). Sótt er um á umsóknareyðublöðum á heimasíðu UMSK. Almennir styrkir – umsókn
Hægt er að sækja um styrk fyrir þjálfara til að sækja námskeið erlendis og eru sérstök eyðublöð fyrir þá umsókn. Þjálfarastyrkur
0 Comments