Úthlutun úr Afrekssjóði UMSK
Búið er að úthluta úr Afrekssjóði UMSK en umsóknafrestur var til 10. mai. Alls voru veittir styrkir til 70 keppenda að upphæð kr. 1.750.000 og 6 þjálfarar fengu styrk að upphæð kr. 50.000 hver til að sækja sér menntun erlendis.
Mikil fjölgun umsókna hefur orðið síðustu misserin. Í fyrra var úthlutað hærri upphæð en kom í sjóðinn en ákveðið hlutfall af Lottótekjum sambandsin rennur í hann.
Sjóðsstjórnin hefur því ákveðið að takmarka umsóknir þannig að hver einstaklingur getur aðeins fengið tvisvar sinnum úr sjóðnum á almanaksárinu og þjálfarar einu sinni.
0 Comments