Image Alt

April 2017

Búið er að úthluta úr Afrekssjóði UMSK en umsóknafrestur var til 10. mai. Alls voru veittir styrkir til 70 keppenda að upphæð kr. 1.750.000 og 6 þjálfarar fengu styrk að upphæð kr. 50.000 hver til að sækja sér menntun erlendis. Mikil fjölgun umsókna hefur orðið síðustu misserin. Í fyrra var úthlutað hærri upphæð en kom í sjóðinn en ákveðið hlutfall af Lottótekjum sambandsin rennur í hann. Sjóðsstjórnin

Grótta er 50 ára í dag en félagið var stofnað 24. april 1967. Af því tilefni var boðið til veglegrar afmælishátíðar í Hertz höllinni þar sem margt var um manninn. Félagið fékk margar gjafir að þessu tilefni og m.a. færði Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, félaginu að gjöf veglega upptökuvél. Til hamingju með daginn Gróttumenn

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: