Image Alt

UMSK

Lífshlaupið ræst í dag

Lífshlaupið verður ræst í níunda sinn í dag 3. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.

Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:
 vinnustaðakeppni frá 3. – 23. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)
 framhaldsskólakeppni frá 3. – 16. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)
 grunnskólakeppni frá 3. – 16. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)
 einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið
Skrá má alla hreyfingu inn á www.lifshlaupid.is svo framarlega sem hún nær ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu. Börnum 15 ára og yngri er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og 16 ára og eldri a.m.k. 30 mínútur á dag.
Við hvetjum alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á sínum vinnustað/skóla. Því óskum við eftir liðsinni ykkar til að hvetja ykkar fólk til þátttöku.
Vinsamlegast kynnið ykkur þátttökureglur og þá valmöguleika sem skráningarkerfið bíður upp á inn á vefsíðu verkefnisins, www.lifshlaupid.is
Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og skráningu gefur Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, á sigridur@isi.is, eða í síma: 514-4000. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið lifshlaupid@isi.is.
Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru: mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið, Advania og Rás 2.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: