Valgarð og Berglind íþróttakarl og íþróttakona UMSK 2019
Valgarð Reihardsson Gerplu og Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðablik voru valin íþróttakarl og íþróttakona UMSK 2019.
Valgarð er einn fremsti fimleika maður landsins í dag. Hans stærsta afrek á árinu 2019 var að hann komst í úrslit í gólfæfingum á heimsbikarmótinu í Slóveníu og var hann kosinn fimleikamaður ársins hjá Fimleikasambandi Íslands.
Berglind átti mjög gott tímabil með liði Breiðabliks á árinu en liðið lenti í öðru sæti í Pepsí deild kvenna í knattspyrnu. Liðið náði einnig athyglisverðum árangri í Meistaradeild Evrópu er liðið komst í 16 liða úrslit. Berglind lék 10 A-landsleiki á árinu og skoraðií þeim tvö mörk.
0 Comments