Image Alt

UMSK

Viðurkenningar UMFÍ á ársþingi UMSK

Ungmennafélag Íslands veitti viðurkenningar á þinginu. Það var Jóhann Steinar Ingimundarson stjórnarmaður í UMFÍ sem afhenti viðurkenningarnar.

Algirdas Slapikas Stál-úlfi

Algirdas hefur verið formaður Stál-úlfs undanfarin 10 ár  en tilgangur félagsins er að búa til vettvang fyrir íþróttaáhugamenn af erlendum uppruna; hvetja til heilbrigðra lífshátta, efla sjálfsmynd og aðstoða innflytjendur að aðlagast íslensku samfélagi í gegnum íþróttir. Algirdas hefur verið ódrepandi í vinnu sinni við að byggja þetta starf upp sem er til fyrirmyndar á öllum sviðum.

Guðmundur Sigurbergsson – Breiðablik

Guðmundur hefur verið í stjórn UMSK síðastliðin 6 ár og í stjórn UMFÍ frá árinu 2015. Í dag er hann gjaldkeri samtakanna og það á vel við hann, enda stundum kallaður gjaldkeri Íslands því auk þess að vera gjaldkeri UMSK og UMFÍ þá er hann einnig gjaldkeri aðalstjórnar Breiðabliks. Þá hefur Guðmundur komið víða við í íþróttahreyfingunni sem endurskoðandi og skoðunarmaður á undanförnum árum. Guðmundur hefur því komið að starfi hreyfingarinnar á öllum stigum hennar og er sannarlega vel að því komin að hljóta starfsmerki UMFÍ.

Lárus B. Lárusson – Grótta

Lárus hefur setið í stjórn  UMSK frá árinu 2014.  Þá hefur hann setið stjórn UMFÍ frá árinu 2017.  Lárus er réttsýnn, lausnamiðaður og úrræðagóður og gott að leita til hans þegar á þarf að halda.  Hann hefur sanngirni að leiðarljósi í störfum sínum en getur verið fastur fyrir þegar þess er þörf og hefur ávallt hagsmuni hreyfingarinnar að leiðarljósi.

Lárus hefur um langt skeið beint kröftum sínum að iþrótta- og ungmennahreyfingunni.  Hann sat í bæjarstjórn Seltjarnarness um 8 ára skeið og var m.a. formaður íþrótta- og tómstundaráðs.  Sem slíkur var hann m.a. í forsvari fyrir kröftugu íþróttastarfi sveitarfélagsins og uppbyggingu mannvirkja. 

Sigurður Rúnar Magnússon – Afturelding

Sigurður Rúnar hefur verið mjög mikilvægur sjálfboðaliði fyrir Aftureldingu sl. 10 ár eða svo. Hann hefur komið að starfi margra deilda svo sem knattspyrnu, karate og handbolta en situr nú sem gjaldkeri aðalstjórnar og hefur verið sl. tvö ár. Það er ómetanlegt fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa Sigurð sem gjaldkera, hann er gríðarlega nákvæmur, skipulagður og lausnamiðaður og setur sig einstaklega vel inn í mál.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: